*

Mánudagur, 30. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Eru þetta myndir af iPhone 5?

Er þetta iPhone 5?

Það líður varla sá dagur að það komi inn myndir sem eiga að vera af iPhone 5. Nú hafa komist í dreifingu myndir sem sýna iPhone 5 og er hann eins og búist var við, með stærri skjá og aðeins þynnri. Það er ekki hægt að segja til um hvort þetta séu myndir af símanum sem er væntanlegur eða ekki en þessar myndir tóna við það sem Apple hefur gefið út um útlit á næsta síma.

Það er búið að skipta út stóra 30 pinna tenginu fyrir minna tengi sem Apple er nýbúið að fá einkaleyfi á, skjárinn er 4 tommur og líklega verður hægt að fá símann alveg svartan en ekki með silfurrönd í kringum hann eins og nú er.

Þá er talað um að síminn og iPad mini verði kynnt til sögunnar þann 12.september og hægt verði að kaupa vörurnar nokkrum dögum síðar.

Hérna eru myndirnar.