*

Mánudagur, 23. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Canon kynnir spegillausa myndavél | Myndir

Canon hefur tilkynnt komu myndavélar sem er ekki með spegli en Canon EOS M er vél sem áhugafólk um ljósmyndun ættu að skoða. Þar sem vélin er ekki með spegli sem þarf að lyfta upp til að taka myndina þá er hægt að skjóta á töluvert lægri hraða en gengur og gerist með SLR vélar. Þessar vélar ganga dags daglega undir heitinu „Rangefinder cameras" en vélar eins og Leica M og Contax G2 eru meðal vélar sem eru ekki með spegli.

Vélin er með 18 megapixla APS-C CMOS ljósnema, DIGIC 5 örgjörva (eins og Canon EOS 1DX og Canon EOS 5D Mark III) og 3 tommu skjá sem er með fingrafaravörn svo hann verði ekki kámugur. Vélin er í sama gæðaflokki og stærri vélarnar hvað ljósnæmni varðar en hægt er að stilla ISO-gildið frá 100-25,600 sem telst afar gott. Þá tekur vélin upp 1080p háskerpumyndskeið í stærðinni 1920 X 1080 og hægt er að velja um 25,26 eða 30 ramma á sekúndur. það er búið að fækka tökkum töluvert en í staðinn er skjárinn á vélinni snertiskjár þar sem stjórna má öllu sem viðkemur vélinni.

Hægt er að smella á vélina EF-M linsum en 22mm linsa kemur með vélinni sem er með ljósopi 2.

Vélin á að koma á markað í haust og er líklega ekki lengi að rata til Íslands.