*

Þriðjudagur, 26. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

iOS | WTHR er veðurforrit fyrir fagurkera (og aðra vandláta)

Þeir sem skoða veðurspá reglulega og eru fagurkerar á hönnun ætti að skella sér á forritið WTHR sem fæst fyrir iOS-tæki. Þetta forrit gerir svo sem það sama og önnur veðurforrit, sem flest eru frí, en þetta er líklega fallegasta forrit sem segir þér veðurspána sem fyrirfinnst. Hönnunin á forritinu er minimalísk og inniheldur t.a.m. aðeins tvo stjórntakka.

Hægt er að stilla forritið á Celcius eða Fahrenheit hitamælingar þannig að við á Íslandi getum skoðað veðrið og hitastigið án þess að reikna það upp á evrópskan máta. Forritið kostar einn dollara í App Store.