*

Þriðjudagur, 26. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Google ætlar í stríð við Apple með margmiðlunarspilara

Apple gæti þurft að fylgjast vel með samkeppninni á næstunni en fregnir úr tækniheiminum herma að Google sé að koma með tæki sem er sambærilegt við Apple TV sem ku vera mun notendavænna og betra. Það er talsvert síðan það spurðist út að Google ætlaði í stríð við Apple með margmiðlunarspilara og segja þeir sem þekkja til að sá sem er væntanlegur frá Google sé betri vara en Apple TV.

Apple er nýbúið að gefa út Apple TV 3 sem er með nýrri valmynd sem er keimlík þeirri sem er í iOS tækjunum. Það þarf ekki að segja frá því en Apple hefur selt heilu gámana af Apple TV og mun líklega gera það áfram. Hins vegar er hópur notenda sem er ekki á eitt sátt við hversu lokað Apple TV kerfið er en það arf að hakka búnaðinn til að koma inn forritum eins og vafra, möguleika á að spila aðrar skrár en Apple leyfir og þar fram eftir götunum.

Google ætlar að vera með opnara stýrikerfi þar sem notandinn fær að ráða hvaða viðbætur hann vill sjá í valmyndinni og því má búast við að margir kjósi Google spilarann fram yfir Apple TV.