*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

,,Bæ bæ Wayne" – Wayne Odesnik dæmdur í 15 ára bann

Mynd: Skjáskot

Mynd: Skjáskot

Það borgar sig ekki að nota ólögleg lyf í íþróttum og sérstaklega þegar þú spilar tennis en að þessu komst Wayne Odesnik að en hann hefur verið dæmdur í 15 ára bann.

Það þýðir að næst þegar Odesnik má keppa í íþróttinni verður árið 2030 þegar hann er orðin 44 ára.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Odesnik er dæmdur í bann fyrir lyfjanotkun en árið 2010 var hann úrskurðarður í tveggja ára bann. Hann fékk þó að spila aftur ári síðar þar sem hann var talin mjög samvinnuþýður.

Hann varð svo uppvís af steranotkun með fyrirgreindum afleiðingum. Odesnik er í 267. sæti á heimslistanum í dag hefur mest náð 77. sæti árið 2009.

Andy Murray, einn besti tennisleikmaður heims, er greinilega ánægður með þessa stefnu ef eitthvað er að marka tístið sem hann sendi frá sér.