*

Hleður spilara ..

Sportþátturinn | Flippað í Framhúsum | Season Finale

Góðir hálsar. Það er komið að lokaþættinum 'kíkt á heimavöllinn' en síðasta liðið til þess að verða fyrir barðinu á okkur er Fram í Safamýri. Þar tóku á móti okkur Gleðigjafinn Sigurður Eggertsson og Einfarinn Björn Viðar Björnsson. Það var stutt í glensið hjá þeim félögum og þurfti umsjónarmaður þáttarins oftar en ekki að þurrka tárin úr augunum, vegna hláturs. Við komum víða við í Safamýri, sem er hús sem leynir gríðarlega á sér. Við kíktum í Kyndiklefann, 'Höllina', gufubaðið, kvennaklefann og vistarverur Sigfúsar Páls Sigfússonar, leikmanns Fram. Þá vill Sigurður meina það að leikmenn annarra liða í N1-deildinni séu oftar en ekki hangandi í Safamýri að betla samning hjá félaginu og urðu einmitt þrír þeirra á vegi okkar í þessum þætt. Lokaþátturinn er klár, gjörið þið svo vel.