*

Hleður spilara ..

Sportþátturinn | Krökt af frægum í Krikanum

Sportþátturinn kíkti á næst síðasta heimavöllinn á þessari leiktíð og er það heimavöllur FH að þessu sinni. Það voru þeir Ásbjörn Friðriksson og Daníel Andrésson sem að leiddu okkur um húsakynni FH, sem eru hin glæsilegustu. Á leið okkar um húsið mættum við ýmsum landsþekktum einstaklingum og ber þar hæst að nefna Friðrik Dór Jónsson, sem var í iðnaðarvinnu í Krikanum. Þá vilja FH-ingar koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir leita nú dauðaleit af 32" Sony Bravia sjónvarpstæki sem hvarf á ótrúlegan hátt úr klefa þeirra. Allir sem hafa upplýsingar um hvar það er niðurkomið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Kaplakrika. Allt þetta, og meira til í þessum skemmtilega þætti.