*

Hleður spilara ..

Sportþátturinn | Kveðjustund með Mosfellingum

Þáttagerð Sport.is heldur áfram og voru það Mosfellingar sem fengu okkur í heimsókn í síðustu viku. Vegna tæknilegra örðugleika í röðum Sport.is var ekki hægt að birta þennan þátt fyrr. Þetta kallast því kveðjustund þar sem Mosfellingar féllu úr deildinni á mánudag. Okkur þykir það einkar leiðinlegt því að strákarnir í Mosó voru svo skemmtilegir og æfingarsvæði þeirra til fyrirmyndar. Við fengum að fara á algjöra leynistaði, heyra grófar klefasögur og taka á því í upplyftingum. Klárlega einn af skemmtilegustu þáttum seríunnar og rúsínan í pylsuendanum er þarna einhverstaðar inní, þegar óprúttinn aðilli sýnir okkur óæðri-endann án þess að við tökum eftir því.