*

Hleður spilara ..

Sportþátturinn | Alsæla á Akureyri

Sportþátturinn lagði land undir fót í liðinni viku og kíkti norður yfir heiðar til Akureyringa. Þeir tóku höfðinglega á móti okkur með ilmandi heitu kaffi og smurbrauði. Við fengum að kíkja á húsakost þeirra í íþróttahöllinni og var af nógu að taka. Það voru þeir Heiðar Þór og Oddur Gretarsson sem að lóðsuðu okkur um víðann völl. Af því sem má sjá í þættinum er fullkomin aðstaða til golf-iðkunnar, leynigöng og stuðningsmannaherbergi Svörtu Áttunnar. Komiði með okkur í ferðalag....