*

Hleður spilara ..

Sportþátturinn | Allt um Símabikar karla

Starfsmenn Sport.is skelltu sér á stúfana í tilefni Final4-helgarinnar í handknattleik. Við kíktum í heimsókn til Stjörnumanna, ÍR-inga og Selfyssinga en veðurguðirnir öftruðu okkur frá því að komast norður yfir heiðar til Akureyrar. Í þessum þætti má sjá hvað leikmenn karlaliðanna fjögurra höfðu að segja um undanúrslitin ásamt því að Bjarki Már Elísson og Sigurður Eggertsson spá fyrir um undanúrslitin. Þá fóru leikmenn þessara liða með okkur á ýmsa þekkta staði í sinni heimabyggð og er af nógu af taka. Þessum þætti má enginn missa af en hann er yfirfullur af skemmtiefni.