*

Þriðjudagur, 18. mars 2014 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Floyd Mayweather æfir af kappi fyrir Maidana

Floyd Mayweather hefur hafið æfingar að nýju eftir að hafa barist við Canelo Alvarez síðastliðinn september.

Mayweather tók Canelo í sannkallaða kennslutund, en hinn 23 gamli mexíkói var fyrir bardagann ósigraður í 43 viðureignum og var hann titlaður sem erfingi krúnunnar í hnefaleikaheiminum.

Boxspekingar vestanhafs eiga því nú erfitt með að ímynda sér hverjum gæti tekist það sem margir telja nær ómögulegt, en Mayweather er enn ósigraður í 45 bardögum.

Á dögunum var það ljóst að hinn þrítugi Argentínumaður, Marcos Maidana myndi mæta Mayweather í hringnum þann 3. maí næstkomandi á MGM Grand hótelinu í Las Vegas.

Óhætt er að segja að Maidana sé verðugur andstæðingur fyrir Mayweather, en þessi argentínski boxari er með 35 sigra úr 38 bardögum og hefur hann unnið 31 þeira á rothöggi.

Hér að neðan má sjá myndbönd af Mayweather  fyrr í mánuðinn, þar sem við fáum að sjá brot úr æfingum kappans.