*

Föstudagur, 27. desember 2013 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Aníta Hinriksdóttir er íþróttamaður ársins hjá Sport.is árið 2013!

Mynd: Heiða

Sport.is hefur valið frjálsíþróttakonuna Anítu Hinriksdóttir íþróttamann ársins árið 2013. Aníta átti frábært ár og er vel að tilnefningunni komin.

Árið var viðburðaríkt hjá hinni 17 ára gömlu Anítu Hinriksdóttir sem vann til ýmisa verðlauna. Helst standa upp úr gullverðlaun í 800 metra hlaupi á Heimsmeistaramóti ungmenna í Úkraínu og gullverðlaun í sömu vegalengd á Evrópumeistaramóti ungmenna á Ítalíu viku síðar. Þá vann hún einnig þrenn gullverðlaun á smáþjóðarleikunum í Lúxemborg, í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og 4 x 400 metra hlaupi.

Hún náði sínum besta tíma í 800 metra hlaupi á móti í Mannheim í Þýskalandi í sumar þegar hún hljóp vegalengdina á 2:00.49 sem er norðurlandamet.

Sport.is óskar Anítu innilega til hamingju með glæsilegan árangur á árinu sem er að líða og óskar henni góðs gengis á nýju ári.

Hérna má lesa viðtal við Anítu um viðurkenninguna.

Þorsteinn Haukur Harðarson færir hér Anítu verðlaunin fyrir hönd Sport.is - Mynd: Heiða