*

Mánudagur, 20. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Pepsi-deild karla | Selfyssingar unnu botnslaginn | Úrslit kvöldsins

Mynd: Hilmar Þór

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Valur tók á móti Fylki á Vodafonevellinum, Eyjamenn fengu Keflvíkinga í heimsókn, Selfyssingar mættu til Grindavíkur og í lokaleik kvöldsins mættust Fram og Breiðablik.

Valur 1 – 2 Fylkir (0-2)
0-1 Jónas Tór Næs (sjálfsm.) 5.mín.
0-2 Elís Rafn Björnsson 25.mín.
1-2 Rúnar Már Sigurjónsson 51.mín.

Leikurinn byrjaði vel fyrir gestina en Jónas Tór Næs varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 5.mínútu. Markahrókurinn Björgólfur Takefusa átti þá skalla í tréverkið, þaðan fór boltinn í fætur Jónasar og svo í markið. Erfitt fyrir Jónas að bregðast við en hlutirnir gerðust ansi hratt. Næsta mark Fylkismanna kom á 25.mínútu þegar Ingimundur Níels Óskarsson átti góða fyrirgjöf sem rataði beint á Elís Rafn Björnsson en hann kláraði vel og kom Fylkismönnum þar með í 0-2. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Valsarar voru snöggir að koma til baka í upphafi síðari hálfleiks. Þeir minnkuðu muninn á 51.mínútu með glæsilegu marki frá Rúnari Má Sigurjónssyni, beint úr aukaspyrnu. Vel gert það. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og Fylkismenn tylla sér þar með í 6.sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Valur er í 9.sæti með 21 stig.

Valur: Sindri Snær Jensson, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Matthías Guðmundsson (Ásgeir Þór Ingólfsson 80.mín.), Kolbeinn Kárason, Kristinn Freyr Sigurðsson, Nesta Matarr Jobe (Úlfar Hrafn Pálsson 85.mín.), Andri Fannar Stefánsson (Þórir Guðjónsson 63.mín.), Jónas Tór Næs.
Varamenn: Eyjólfur Tómasson, Halldór Geir Heiðarsson, Breki Bjarnason, Atli Heimisson.
Gul spjöld: Jónas Tór Næs 41.mín., Kristinn Freyr Sigurðsson 68.mín., Matarr Jobe 82.mín.
Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson, Kristján Valdimarsson (Ásgeir Eyþórsson 12.mín.), Finnur Ólafsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Ingimundur Níels Óskarsson, Björgólfur Takefusa (Jóhann Þórhallsson 85.mín.), Kjartan Ágúst Breiðdal, Magnús Þórir Matthíasson (Árni Freyr Guðnason 74.mín.), Tómas Joð Þorsteinsson, Elís Rafn Björnsson, David Elebert.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Andri Már Hermannsson, Emil Ásmundsson, Atli Már Þorbergsson.
Gul spjöld: Magnús Þórir Matthíasson 27.mín., Elís Rafn Björnsson 50.mín.

- – - – - – - -

ÍBV 0 – 1 Keflavík (0-1)
0-1 Guðmundur Steinarsson 11.mín.
Rautt spjald: Frans Elvarsson 80.mín.

Það tók Guðmund nokkurn Steinarsson ekki nema um 10 mínútur að skora sigurmark leiksins en hann sýndi afar góða tilburði með boltann eftir langt innkast Jóhanns Ragnars Benediktssonar. Gott samspil þeirra tveggja og virkilega vel klárað hjá Guðmundi sem skallaði boltann í netið. Eftir markið voru heimamenn sterkari aðili leiksins í rokinu og rigningunni í Eyjum. Guðmundur Þórarinsson átti m.a. skot í slánna á 50. mínútu af 25 metra færi. Inn vildi boltinn þó ekki og Keflavík hélt áfram forystunni. Sumir myndu segja ósanngjarnt en á meðan hitt liðið skorar ekki þá hlýtur forystan að vera sanngjörn. Eyjamenn héldu áfram að sækja en fengu engin alvöru færi þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Niðurstaðan 0-1 sigur Keflavíkurpilta sem komast með sigrinum upp í 4.sæti deildarinnar. Eyjamenn hefðu með sigri getað náð 2.sætinu af KR en halda sér í staðinn í 3.sæti og munu því berjast við Keflavík, ÍA og fleiri lið um Evrópusæti.

ÍBV: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson (Ian Jeffs 76.mín.), Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Christian Olsen, George Baldock, Rasmus Christiansen,Víðir Þorvarðarson (Andri Ólafsson 60.mín.).
Varamenn: Albert Sævarsson, Yngvi Borgþórsson, Jón Ingason, Sigurður Grétar Benónýsson, Gauti Þorvarðarson.
Gul spjöld: Tonny Mawejje 57.mín., Christian Olsen 71.mín., Þórarinn Ingi Valdimarsson 91.mín.
Keflavík:  
Ómar Jóhannsson (Árni Freyr Ásgeirsson 13.mín.), Jóhann Ragnar Benediktsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic (Hörður Sveinsson 67.mín.), Guðmundur Steinarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson (Sigurbergur Elísson 67.mín.), Magnús Þór Magnússon, Denis Selimovic, Frans Elvarsson.
Varamenn: Viktor Smári Hafsteinsson, Rafn Markús Vilbergsson, Eyþór Ingi Einarsson, Elías Már Ómarsson.
Gul spjöld: Magnús Þór Magnússon 21.mín., Frans Elvarsson 22.mín., Denis Selimovic 54.mín., Einar Orri Einarsson 56.mín., Árni Freyr Ásgeirsson 88.mín.
Rautt spjald:
Frans Elvarsson 80.mín.

- – - – - – - -

Grindavík 0 – 4 Selfoss (0-2)
0-1 Jón Daði Böðvarsson 20.mín.
0-2 Jon Andre Royrane 30.mín.
0-3 Tómas Leifsson 48.mín.
0-4 Viðar Örn Kjartansson (vsp.) 87.mín.

Leikur Grindavíkur og Selfoss var mjög mikilvægur upp á botnbaráttu deildarinnar að gera. Bæði lið eru um þessar mundir að gera allt sem þau geta til að forðast fall og treysta um leið á að Framarar misstígi sig á leiðinni. Selfyssingar jörðuðu þessa baráttu liðanna í kvöld með því að gjörsigra Grindvíkinga og það á þeirra eigin heimavelli. Staðan var 0-2 í hálfleik og leikar enduðu 0-4, auðveldur sigur Selfyssinga. Fyrsta markið var í eigu Jóns Daða Böðvarssonar sem hefur verið heitur að undanförnu. Jon Andre Royrane skoraði annað mark Selfyssinga á 30.mínútu. Þriðja mark leiksins kom á 48.mínútu og má telja markið vera af dýrari týpunni. Jón Daði rúllaði boltanum út í teig þar sem Tómas Leifsson mætti og hamraði boltann í slánna og inn, glæsilegt mark. Fjórða og síðasta mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem Viðar Örn fékk eftir viðskipti sín við Ólaf Örn Bjarnason. Viðar steig sjálfur á punktinn en Óskar í marki Grindavíkur varði. Boltinn fór hinsvegar beint aftur til Viðars sem var fljótur að átta sig á hlutunum og skoraði af öryggi úr frákastinu. Selfyssingar sitja enn í næst neðsta sætinu og eiga smá séns á að bjarga sér en kraftaverk þarf til að bjarga Grindavíkurliðinu frá falli.

Grindavík: Óskar Pétursson, Loic Ondo, Ray Anthony Jónsson, Alex Freyr Hilmarsson, Iain James Williamson, Matthías Örn Friðriksson (Hafþór Ægir Vilhjálmsson 59.mín.), Tomi Ameobi, Björn Berg Bryde (Scott Ramsey 59.mín.), Magnús Björgvinsson, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund.
Varamenn: Ægir Þorsteinsson, Hákon Ívar Ólafsson, Óli Baldur Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson.
Gul spjöld: Ray Anthony Jónsson 19.mín.
Selfoss: Ismet Duracak, Bernard Petrus Brons, Jón Daði Böðvarsson (Ivar Skjerve 87.mín.), Babacar Sarr, Viðar Örn Kjartansson, Hafþór Þrastarson, Egill Jónsson, Robert Johann Sandnes, Tómas Leifsson (Ólafur Karl Finsen 73.mín.), Jon Andre Royrane (Dofri Snorrason 83.mín.), Endre Ove Brenne.
Varamenn: Gunnar M. Hallgrímsson, Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Ingólfur Þórarinsson, Marko Hermo.
Gul spjöld: Babacarr Sarr 28.mín., Viðar Örn Kjartansson 46.mín.

- – - – - – - -

Fram 3 – 2 Breiðablik (1-1)
1-0 Hólmbert Aron Friðjónsson 26.mín
1-1 Arnar Már Björgvinsson 45.mín.
1-2 Nichlas Rohde 58.mín.
2-2 Kristinn Ingi Halldórsson 62.mín.
3-2 Almarr Ormarsson (vsp.) 75.mín.

Leikurinn á Laugardalsvellinum fór nokkuð rólega af stað en hresstist verulega eftir því sem leið á hann. Fyrsta mark leiksins kom á 26.mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson kom boltanum í netið af stuttu færi fyrir heimamenn. Blikar jöfnuðu leikinn á besta tíma, ef hægt er að tala um slíkt, en Arnar Már Björgvinsson kom boltanum í netið með góðu skoti eftir hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Nichlas Rohde lék sér að Framvörninni á 58.mínútu en hann var gjörsamlega umkringdur varnarmönnum upp við endalínuna í vítateig Framara, náði á einhvern ótrúlegan hátt að snúa þá alla af sér og skora gott mark. Ansi áhugaverð varnartilbrigði Framvarnarinnar og alveg alls ekki til eftirbreytni. Það tók Framara hinsvegar einungis fjórar mínútur að jafna en þar var að verki Kristinn Ingi Halldórsson eftir skelfileg varnarmistök Blikanna sem lásu leikinn alls ekki vel þegar Halldór Hermann Jónsson átti sendingu inn fyrir vörnina sem ákvað að galopna sig og skilja Kristinn Inga eftir aleinan sem kláraði færi sitt vel. Athyglisverðasta atvik leiksins átti sér stað á 75.mínútu þegar Garðar Örn Hinriksson dæmdi vítaspyrnu á Rene Troost fyrir peysutog eða hrindingu innan teigs. Mjög vafasamur dómur svo ekki sé meira sagt en vítaspyrna var það og úr henni skoraði Almarr Ormarsson af fádæma öryggi. Lokatölur 3-2 fyrir Framliðið sem er í harðri botnbaráttu þessi misserin en sigurinn gefur þeim smá svigrúm til að anda léttar.

Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Almarr Ormarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Hlynur Atli Magnússon, Hólmbert Aron Friðjónsson (Orri Gunnarsson 67.mín.), Alan Lowing, Sveinbjörn Jónasson (Sam Tillen 77.mín.).
Varamenn: Denis Cardaklija, Jón Gunnar Eysteinsson, Andri Freyr Sveinsson, Jökull Steinn Ólafsson, Stefán Birgir Jóhannesson.
Gul spjöld: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 55.mín., Sveinbjörn Jónasson 73.mín.
Breiðablik:
Sigmar Ingi Sigurðarson, Gísli Páll Helgason, Finnur Orri Margeirsson, Rene Troost, Ben Everson (Haukur Baldvinsson 67.mín.), Olgeir Sigurgeirsson (Elfar Árni Aðalsteinsson 77.mín.), Sverrir Ingi Ingason, Arnar Már Björgvinsson (Tómas Óli Garðarsson 67.mín.), Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson, Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Rafn Andri Haraldsson, Þórður Steinar Hreiðarsson.
Gul spjöld: Nichlas Rohde 60.mín.