*

Föstudagur, 27. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

LeBron James fram úr Reggie Miller.

Á miðvikudaginn komst LeBron James upp fyrir Reggie Miller og þar með í 25 sæti yfir hæstu stigaskorara allra tíma í NBA. Er James kominn í 25,298 stig og í sæti fyrir ofan hann er Alex English með 25,613 og ef James heldur áfram að skora um 25 stig í leik mun hann komast fram úr English á 13 leikjum. Eru enn nokkrir sem enn spila sem eru stigahærri en James en það eru Tim Duncan, Kevin Garnett og Paul Pierse.