*

Þriðjudagur, 10. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Meistararnir enn ósigraðir

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Meistaralið NBA deildarnnar frá seinasta tímabili, Golden State Warriors, er enn með fullt hús stiga í NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið hafði betur gegn Detroit Pistons í nótt og hefur unnið alla átta leiki sína til þessa.

Lokatölur í leiknum urðu 109-95. Klay Thompson var stigahæstur í liði Warriors með 24 stig.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins.

Indiana Pacers – Orlando Magic 97-84
Philadelphia 76ers – Chicago Bulls 88-111
Atlanta Hawks – Minnesote Timberwolves 107-117
Denver Nuggets – Portland Trail Blazers 108-104
Sacramento Kings – San Antonio Spurs 88-106
Golden State Warriors – Detriot Pistons 109-95
LA Clippers – Memphis Grizzliez 94-92