*

Fimmtudagur, 5. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: LeBron pirraður á erminni

Mynd: EPA

Mynd: EPA

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers höfðu í nótt betur gegn New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta.

Lokatölur í leiknum urðu 96-86 fyrir Cleveland.

LeBron James skoraði 23 stig í leiknum en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð.

Leikmenn Cleveland spiluðu í stuttermabolum í leiknum og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan fóru ermarnar á bolnum ákaflega í taugarnar á LeBron.