*

Fimmtudagur, 5. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Marvin: „Ætluðum að negla þá frá fyrstu mínútu.“

stjarnan-Marvin

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Marvin Valdimarsson var að vonum kátur með sigurinn á Grindavík í kvöld. Marvin var með 16 stig og átti góðan leik, sérstaklega var samvinna hans og Justins Shouse eftirtektarverð.

„Við erum gríðarlega ánægðir, Grindavík eru alltaf hættulegir. Við tókum þá mjög alvarlega, en við ætluðum að negla þá frá fyrstu mínútu. Hlutirnir fóru að heppnast í öðrum leikhluta, þeir fóru að klúðra skotum og við fengum framlag frá mörgum leikmönnum. Þar skilldust leiðir og komið þægilegt forskot.“ sagði Marvin og bætti við:

„Ég hélt kannski að þetta yrði ekki svona þægilegur sigur. Ég tek það ekki af okkur að við mættum tilbúnir í leikinn. Við töpuðum fyrir ÍR í síðasta leik sem var mikið áfall fyrir okkur. Við vildum svara því  og halda áfram.“

Um samleik hans og Justin sagði Marvin:

„Æðislegt að spila með Justin. Erum búnir að spila saman í nokkur ár og þekkjum hvern annan vel“