*

Fimmtudagur, 5. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Jóhann Ólafsson: „Verðum eins og kettlingar.“

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Ólafsson var hundfúll með tap sinna manna gegn Stjörnunni í dag. Úrslit leiksins voru aldrei í vafa og komst Grindavík aldrei í takt við hann og tapaði örugglega að lokum.

„Við vorum arfaslakir hér í dag. Við vorum slakir á móti Snæfell en þetta í kvöld var eitthvað alveg nýtt. Við erum bara ekki að leggja neitt á okkur. Við erum að gera okkur seka um barnaleg mistök og allt sem við vorum búnir að ræða um fór bara til fjandans og því fór sem fór.“ sagði Jóhann og bætti við:

„Þetta er alltaf sama tuggan. Við fáum á okkur einhverja pressu í sókninni og við förum í skel og verðum eins og kettlingar. Varnarleikurinn var mjúkur og alltaf á eftir.“

Grindavík tapaði í kvöld öðrum leik sínum í röð og hafa spilað langt undir getu í þeim leikjum. „Við erum alltaf að leitast eftir því að bæta okkur. Þurfum klárlega að fara yfir okkar leik og hvað við erum að gera rangt. Við teljum okkur reyndar vita það en við þurfum bara að framkvæma hlutina og þá erum við hörkugóðir.“ sagði Jóhann að lokum.