*

Fimmtudagur, 5. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hrafn: „Reyndum að vera pirraðir útí sjálfa okkur.“

stjarnan-Hrafn

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Góðvinur Sport.is, Hrafn Kristjánsson var gríðarlega sáttur við sigurinn gegn sterku liði Grindavíkur. Stjarnan mætti mjög einbeitt til leiks og í raun átti Grindavík aldrei möguleika á sigri.

„Ég er mjög ánægður, hefum getað litið betur út í nokkrum hlutum en við erum farnir að halda í baráttuna og liðsheildina.“ sagði Hrafn og bætti við:

„Reyndum að vera svolítið pirraðir útí sjálfa okkur fyrir að vera ekki búnir að byrja tímabilið eins og við höfðum viljað. Tókum vel á því á æfingu, fórum í grjótleiðilegar grunnvarnaræfingar og það borgaði sig.“

Að lokum sagði Hrafn  :„Grindavík er hörkulið og það þarf að spila virkilega góða vörn á þá. Við erum farnir að læra að þó þetta gangi ekki strax og maður heldur ákveðinni baráttu og að gera réttu hlutina þá kemur á lokum áhlaup.“