*

Mánudagur, 2. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mynd: Frjálsíþróttakona notaði hrekkjavökuna til að gera grín að NBA stjörnu

Frjálsíþróttakonan Lolo Jones vakti mikla athygli fyrir hrekkjavökubúning sinn þetta árið.

Lolo Jones birti skondna mynd af sér á Facebook í líki körfuboltamannsins Derrick Rose

Rose hefur verið ákaflega óheppinn með meiðsli og birti Jones mynd af sér í Chicago Bulls treyju merkti leikmanninum.

Á myndinni var hún meðal annars með bæði hækjur og andlitsgrímu til að líkjast leikmanninum aðeins betur.

Ástæðan fyrir búningavalinu er þó ekki einungis sú að hana langaði til að gera grín að leikmanninum, sjálf er hún að ná sér eftir meiðsli og þarf að styðjast við hækjur. Hún þurfti því að finna sér búning þar sem hún gat notað hækjur sem aukahlutlolojones