*

Mánudagur, 2. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Kobe Bryant gagnrýnir sjálfan sig: ,,Ég er glataður"

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Einn frægasti körfuboltamaður heimsins, Kobe Bryant sem leikur með LA Lakers í NBA deildinni, var gagnrýninn á sjálfan sig eftir tapið gegn Dallas Mavericks í nótt.

LA Lakers hefur tapað öllum leikjum sínum í deildinni til þessa í vetur og Kobe Bryant tekur sína ábyrgð.

„Það myndi hjálpa liðinu ef ég gæti hitt úr skotunum. Ég er búinn að vera glataður núna," segir hann og bætti við.

„Liðsfélagar mínir standa sig vel og vinna sína vinnu með því að koma boltanum á mig og búa til færi, en ég er ekki að skila mínu."