*

Sunnudagur, 1. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hrafn: „Ákváðum að fá okkur bita af eggjakökunni í dag.“

8 mars 2012 Hrafn Kristjansson KRHrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var mun sáttari eftir sigurinn í kvöld gegn ÍR heldur en eftir tapið fyrir örfáum dögum. Stjarnan átti ekki í neinum vandræðum með ÍR og spilaði frábærlega.

„Ákváðum að fá okkur bita af eggjakökunni í dag. Ákváðum að breyta engu, sama leikplan nema tengja aftur við það sem við viljum vera sem lið. Við vorum að framkvæma hlutina eins og við ætluðum að gera á fimmtudaginn. Við ákváðum að gera þetta eins og menn núna.“ sagði Hrafn og bætti við:

„Við létum boltann ganga mun betur en við höfum gert áður og betur en þeir. Það tengist því að við vorum að ýta þeim útúr því sem þeir vildu gera. Tókum eitt auka skref gegn þeim í öllum stöðum, bæði með eða án bolta. Það var í raun hneisa að við skildum líta út fyrir að geta ekki unnið þá maður á móti manni í síðasta leik.“

Stjarnan er núverandi bikarmeistarar og vegferð þeirra að vinna bikarinn aftur hélt áfram í kvöld. „Allir eiga jafn mikin séns núna á að vinna bikarinn en við getum tengt við jákvæðar minningar úr höllinni í fyrra og erum að sjálfsögðu að elta að endurtaka það.“ sagði Hrafn að lokum.