*

Sunnudagur, 1. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Bjarni Magnússon: „Byrjunarliðið bregst algjörlega.“

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Bjarni Magnússon þjálfari ÍR var að vonum hundsvekktur með spilamennsku sinna manna þegar þeir töpuðu stórt gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn var í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar sem þýðir að þátttaka ÍR verður ekki lengri þetta árið.

„Þeir voru bara miklu ákveðnari i öllum aðgerðum og komu tilbúnir í leikinn. Byrjunarliðið hjá mér bregst algjörlega, þeir spiluðu langt frá sinni getu og komu ekki tilbúnir í þennan slag. Ég er virkilega óánægður með það.“ Sagði Bjarni eftir leikinn og bætti við:

„Við hefðum alveg eins getað gefið mönnum frí síðustu tvö daga, við hefðum komið alveg jafn vel undirbúnir greinilega. Allt sem við ætluðum að gera fór útum gluggann.“

ÍR vann Stjörnunna fyrir fjórum dögum en tapar illa í dag munurinn á ÍR liðinu var gríðarlegur og tók Bjarni undir það: „Vandamálið okkar í hnotskurn að við náum góðum leik og við náum ekki að fylgja því eftir. Menn koma ekki tilbúnir í tvö verkefni í röð. Við sýndum það gjörsamlega í dag að við erum bara eitt af þessum botnliðum.“