*

Föstudagur, 30. október 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Þriggja milljón króna sekt fyrir að kasta sætispúða

austin riversKörfuboltamaðurinn Austin Rivers, sem leikur með Los Angeles Clippers í NBA deildinni, hefur verið dæmdur til að greiða 25 þúsund dollara sekt fyrir að kasta sætispúða  upp í stúki.

Lið hans vann leikinn, 111-104, en Rivers missti stjórn á skapi sínu á einum tímapunkti leiksins og kastaði púðanum.

Sektin samsvarar 3,2 milljónum íslenskra króna sem þykir heldur mikið fyrir þetta brot. Sérstaklega þar sem hann hafði síðar upp á áhorfandanum sem fékk púðann í sig og baðst afsökunar.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.