*

Föstudagur, 30. október 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Friðrik Ingi: „Þeir gripu okkur í bólinu.“

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Þjálfari Njarðvíkur, Friðrik Ingi Rúnarsson var ákaflega svekktur útí frammistöðu liðsins í gjörtapi gegn KR í kvöld. Njarðvík lennti strax á vegg í upphafi leiks og tapaði á endanum með 29 stigum.

„Ég er mjög ósáttur við spilamennskuna í kvöld. Það er eitt að tapa og annað að tapa með engri reisn og ekki góðri spilamennsku. Við vorum eins og áhorfendur í leiknum. Varnarleikurinn var skelfilegur, kom í kjölfarið á stirðleika í sókninni í upphafi leiks. Þeir gripu okkur í bólinu með hraðaupphlaupum.“ sagði Friðrik Ingi og bætti við:

„Fórum flatt á sama tíma í fyrra gegn KR en náðum svo að þrengja hlutina og verða betri en við vorum ekki góðir í dag. Við verðum betri, það er alveg hreint mál. Vonandi var þetta bara kjaftshögg í dag sem menn vakna af.“