*

Föstudagur, 30. október 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Finnur Freyr: „Erum ekkert að fara að leggjast niður í okkar húsi og leyfa mönnum að vera með derring.“

Pavel Ermolinski og Finnur Freyr, þjálfari KR

Pavel Ermolinski og Finnur Freyr, þjálfari KR

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var ánægður með 105-76 sigur sinna manna á sterku liði KR í DHL hölinni í kvöld. KR spilaði frábærlega og gaf Njarðvík ekkert í leikum sem skóp öruggan sigur.

„Við mættum grimmir til leiks, Boltinn gekk vel og við funum opnanir strax. Varnarlega vorum við aðeins á hælunum til að byrja menn en þegar við fórum að gera það sem lagt var upp með náðum við undirtökunum. Leikurinn er hraður og þar af leiðandi var mikið um skor. Héldum þeim líka í 76 stigum og það var flott.“ sagði Finnur og bætti við um umræðu vikunnar þar sem talað var upp Njarðvíkurliðið.

„Haukur er frábær leikmaður og hann verður enn betri. Við erum ekkert mikið að fara að tapa hérna á okkar heimavelli. Höfum ekki gert það í 18 mánuði og vorum ekkert að fara að leggjast niður og leyfa mönnum að vera með einnhvern derring.“

Vísir.is greindi frá því í dag að Njarðvík og ÍR hefðu haft samband við Björn um hugsanleg félagaskipti í óþökk KR. Finnur vildi lítið gefa upp um hvort möguleiki sé á að hann yfirgefi KR.

„Björn er í KR treyjunni og ég er gríðarlega ánægður með hann framlag til liðsins. Þetta er ekki eitthvað sem ég stýri og ég vona að drengurinn fái frið til að spila körfubolta.“