*

Föstudagur, 30. október 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Björn vildi ekki tjá sig ekki um möguleg félagaskipti – „Spiluðum mjög vel sóknarlega.“

Björn KRBjörn Kristjánsson var að vonum ánægður með sigurinn gegn Njarðvík í kvöld. KR spilaði frábærlega og átti Njarðvík aldrei nokkurn séns í þessum leik.

„Það var búið að tala mikið um þennan leik og mér fannst við loka vel á þá og spila okkar leik varnarlega og sóknarlega. Ég veit ekki hvort það kom mér á óvart hversu stór sigurinn var. Haukur búin að fara á þrjár æfingar og þeir eru enn að spila sig saman, það er ekkert þannig að marka þennan leik.“ Sagði Björn og bætti við.

„Spiluðu mjög vel sóknarlega, vorum að hitta vel og voru að dreifa boltanum einstaklega vel.“

Vísir.is greindi frá því í dag að Njarðvík og ÍR hefðu haft samband við Björn um hugsanleg félagaskipti í óþökk KR. Hann vildi ekkert gefa upp um hvort möguleiki sé á að hann yfirgefi KR.

„Ég ætla ekkert tjá mig um þetta.“ voru lokaorð Björns í þessu viðtali sem má sjá í heild hér að neðan: