*

Fimmtudagur, 29. október 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Oddur Rúnar: „Öruggt þrátt fyrir við gefum þeim smá séns.“

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Oddur Rúnar Kristjánsson leikmaður ÍR var mjög sáttur við leik sinna manna í kvöld og karakter liðsins.

„Ég er rosalega ánægðir með sigurinn. Það vantar Jonathan Mitchell en við stigum upp og sýndum karakter. Sóknin og vörnin okkar var gríðarlega góð og við unnum þetta nokkuð örugglega að lokum þrátt fyrir að klúðra nokkrum vítum í lokin. Tókum framúr í fjórða leikhluta og þá varð þetta öruggt þó þeir hafi átt séns á að jafna hér í lokin.“Sagði Oddur

„Bjöggi var næstum búin að tapa þessum leik fyrir okkur.“ Sagði Oddur og hló „Nei, hann var flottur í dag.“

„Jú ég er alveg sáttur en ég er helst ánægður með sigurinn. Mér finnst ég meira tvistur en ég þarf að aðlagast þessu hlutverki.“ Sagði Oddur að lokum um umræðuna um leikstjórnandaleysi ÍR.