*

Fimmtudagur, 29. október 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hrafn: „Við lítum bara hræðilega út.“

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Hrafn Kristjánsson var öskuillur útí spilamennsku sinna manna eftir tap gegn ÍR í kvöld. Leikurinn endaði 96-93 og var ÍR mun betri heilt yfir.

„Liðið sem sigraði í kvöld átti þetta fyllilega skilið. Við lítum bara hræðilega út og megum bara skammast okkar. Vorum að vinna í hlutum á æfingu í vikunni og það hefði verið allavega gott að gefa þeim séns í leiknum. Við litum hræðilega út á báðum endum vallarins og gerum ekkert af því sem við lögðum upp með. Það líta allir vel út á móti okkur.“ Sagði Hrafn og bætti við.

„Mér finnst  miðað við hvað er lagt í þetta lið af fólki í Garðabænum þá er minnsta krafa í heiminum að við komum kröftugri inní þetta og náum betri úrslitum en í kvöld.“

Stjarnan hefur ekki verið sannfærandi og vildi Hrafn ekki gera lítið úr vandamálinu. „Við þurfum allir að fara að hugsa þetta uppá nýtt.“