*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Verðandi andstæðingur Íslands með stórleik – ,,Stundum hittir maður á svona daga"

Mynd: Skjáskot / NBA

Mynd: Skjáskot / NBA

Ersan Ilyasova, leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni, skoraði 34 stig í nótt og bætti þar með persónulegt met er Bucks sigruðu Indiana Pacers, 111-107, í eina leik næturinnar.

„Hann var frábær. Hann var ákafur og nýtti sér opin skot og sætti sig ekki við hvað sem er. Það fór nánast allt ofan í hjá honum,“ sagði þjálfari Milwaukee, Jason Kidd, um Ilyasova, sem hitti úr tólf af fjórtán skotum utan af velli og þar að voru fimm af sex utan þriggja stiga línuna.

„Stundum hittir maður á svona daga,“ sagði Ilyasova en Íslendingar munu koma til með að kynnast honum betur í sumar en hann er landsliðsmaður Tyrklands sem spilar með Íslandi í riðli en liðin mætast 10. september næstkomandi.

Sjáðu myndband af frammistöu Ilyasova í nótt sem var algjörlega frábær.