*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Haukar halda lífi í úrslitakeppninni eftir sigur á Keflavík

Mynd: Karfan.is

Mynd: Karfan.is

Haukar héldu lífi í úrslitakeppninni í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld er þeir sigruðu Keflavík 100-88 á Ásvöllum.

Sigurinn var sanngjarn en Haukar voru sterkari aðilinn nánast frá upphafi til enda en með sigrinum minnkaði liðið muninn í einvíginu í 2-1.

Staðan var 47-45 í hálfleik sem var einkar klaufalegt að hálfu Hauka en aðeins tveimur mínútum áður var staðan 47-35, Haukum í vil.

Sóknarleikur Keflavík fór þó versnandin eftir því sem á leið á leikinn en um miðjan 4. leikhluta var munurinn 84-72 og það bil reyndist of mikið fyrir Keflvíkinga.

Lokatölur voru því 100-88, Haukum í vil, og heldur liðið því lífi í baráttunni. Næsti leikur liðanna verður í Keflavík á mánudaginn.