*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Sverrir Þór „Við ætluðum okkur lengra“

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var ákaflega sár eftir leikinn þegar sumarfríið var staðreynd hjá hans mönnum eftir tap gegn KR í þriðja leik einvígisins. „Við vorum nokkuð brattir og töldum okkur eiga fullt erindi að sigra þá.“ sagði Sverrir og bætti við

„Þeir fá of mikið af góðum skotum og við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.“

Sverrir var langt því frá að vera sáttur við dómara leiksins „Dómararnir voru lélegir og leiðilegt að hvernig sumir svara oft. Fannst þetta ekki í samræmi og manni er sagt bara að þegja.“