*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Sendir KR Grindvíkinga í sumarfrí? – Tveir leikir í úrslitakeppninni í kvöld

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Tveir leikir fara fram í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Dominos deild karla í kvöld en deildarmeistarar KR getur orðið fyrsta liðið til að tryggja sér áfram í undanúrslitin.

Staðan er sem stendur, 2-0, KR í vil en Grindvíkingar geta sjálfum sér um kennt en Grindavík tapaði síðasta leik liðanna á heimavelli þrátt fyrir að hafa leitt með 18 stigum á tímabili í leiknum.

KR hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum liðanna og því þarf Grindavík að snúa taflinu aldeilis við ætli leikmenn liðsins sér ekki að fara í sumarfrí.

Í hinum leik kvöldsins heimsækja bikarmeistarar Stjarnan lið Njarðvíkur í Ljónagryfjuna en staðan í þeirri rimmu er 1-1 en bæði liðin hafa unnið heimaleiki sína.

19:15 Njarðvík – Stjarnan
19:15 KR – Grindavík