*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Brynjar Þór: „Liðsheildin var munurinn á liðunum“

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Brynjar Þór Björnsson fyrirliði KR var ánægður með að hafa náð að sópa Grindavík úr keppni í einvígi liðanna um sæti í undanúrslitum.

Hann viðurkenndi að það örlaði fyrir stressi fyrir einvígið „Maður vill ekki farast úr stressi í átta liða úrslitum en við vorum nokkuð stressaðir fyrir þessu einvígi.“sagði Brynjar og bætti við

„Við vissum að þeir myndu koma að krafti en við ákváðum að koma sterkari út í dag.“

Brynjar var ánægður með liðið í dag og þá sérstaklega Mike Craion „Mér fannst allir vera að skila sínu, liðsheildin var munurinn á liðunum.“