*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Martin er nýliði ársins í Brooklyn

Mynd: LIU Brooklyn Blackbirds

Mynd: LIU Brooklyn Blackbirds

Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson hefur heldur betur spilað vel á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólaboltanum. Nú hefur hann svo verið valinn nýliði ársins af liðunum frá Brooklyn.

Það var Brooklyn Daily Eagle sem valdi hann nýliða ársins en hann skoraði 10,1 stig að meðaltali fyrir LIU Brooklyn í vetur. Þá tók hann að meðaltali 3,8 fráköst og átti 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.