*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

39 ára bið loksins á enda

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Bandaríska NBA körfuboltaliðið Golden State Warriors varð í gær deildarmeistari í Vesturdeildinni eftir sigur gegn Portland Trail Blazers. Titillinn er sá fyrsti í 39 ár, eða síðan 1976.

Liðið hefur unnið 58 leiki á tímabilinu en tapað einungis 13 leikjum. Einn besti leikmaður deildarinnar, Stephen Curry, átti enn einn stórleikinn og skoraði 33 stig fyrir Golden State.