*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Eftirnafnið hans er F-orðið – ,,Þetta er eftirnafnið mitt og ég er stoltur af því."

Guy Carbagiale Fuck er númer 14 í Medicene Hat

Guy Carbagiale Fuck er númer 14 í Medicene Hat liðinu

F-orðið er á flestum stöðum í heiminum talið slæmt og börn og fullorðnir hvattir til að nota það ekki enda þykir það vera ókurteisi.

Eitt barn fékk þó öðruvísi hvatningu en hin brasilíski Guy Carbagiale þurfti að öllum líkindum að læra það strax frá unga aldri enda var það ekki slæmt orð á þeim bænum heldur er það fjölskyldunafnið hans.

Guy Carbagiale Fuck spilar í dag körfubolta í kanada fyrir háskólaliðið Medicene Hat en nafnið hans hefur vakið mikla athygli. Upphaflega mátti hann ekki nota nafnið sitt enda þótti það vera miður fallegt.

„Ég spilaði i lítilli borg. Til að komast hjá ósætti í samfélaginu þá báðu þeir mig um að nota bara fyrsta og miðju nafnið mitt," sagði Fuck.

Hann segir jafnframt að nafnið hans sé borið fram, „Foo-key" og að það hafi aldrei verið vandamál fyrr en hann flutti til Bandaríkjana en hann spilaði þar áður en hann fór til Kanada.

Nafnið hans kemur frá þýsku og þýðir refur eða „fox" en eftir að hafa samþykkt að nota einungis fyrstu tvö nöfnin sín í einhvern tíma hefur hann fengið nóg og notar öll þrjú í dag.

„Þetta er eftirnafnið mitt og ég er stoltur af því. Það skiptir ekki máli þó það þýði eitthvað slæmt."

Hann er ekki á því að breyta nafninu sínu. „Nei, nei, nei. Ég vil eignast börn og dreifa eftirnafninu Fuck," sagði Fuck þó svo að hann hafi væntanlega borið það fram, „Foo-key."