*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

NBA stjarna hættir eftir 19 ár í deildinni

Dallas Mavericks v Los Angeles LakersKörfuboltamaðurinn Steve Nash hefur tilkynnt að hann sé hættur í körfubolta eftir nítjan ára feril.

Fréttirnar koma kannski ekki mikið á óvart í ljósi þess að Nash hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og hefur til að mynda ekkert leikið með LA Lakers á tímabilinu vegna meiðsla

Nash, sem er 41 árs gamall, lék lengst af með Phoenix Suns en einnig með Dallas Mavericks og LA Lakers. Hann hefur tvisvar unnið hinn svokölluðu „MVP" verðlaun sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar.

Hér að neðan má sjá myndband með tíu flottustu stoðsendingum kappans.