*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Íslendingarnir flugu í undanúrslitin

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn í búningi Sundsvall

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn í búningi Sundsvall

Sænska íslendingaliðið, Sundsvall Dragons, tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn er liðið sigraði LF Basket í þriðja leik liðanna, 69-67, og vann einvígið 3-0.

Leikurinn var þó jafn og spennandi allan leikinn en staðan var 41-39 í hálfleik. Hlynur Bæringsson var stigahæstur af Íslendingunum með fjórtán stig og tók þar að auki 10 fráköst. Jakob Örn Sigurðarsson skoraði sjö stig og tók sex fráköst.

Ragnar Nathanielson og Ægir Þór náðu ekki að komast á blað en Ægir átti þó eina stoðsendingu.

Haukur Helgi Pálsson skoraði fimm stig fyrir LF Basket.