*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Snæfell komið með níu fingur á deildarmeistaratitilinn

mynd: nonni@karfan.is

mynd: nonni@karfan.is

Snæfell tók stórt skref í dag í áttina að deildarmeistaratitlinum í Dominos deild kvenna í dag er liðið sigraði Keflavík, 86-66, á Stykkishólmi.

Þrjár umferðir eru eftir þar sem Snæfell er með 44 stig og Keflavík 38 og því einungis sex stig í pottinum. Það þyrfti því eitthvað stórkostlegt að gerast ef Keflavík ætlaði að snúa þessu sér í vil.

Kristen McCarthy náði þrefaldri tvennu fyrir Snæfell er hún skoraði 40 stig og tók 25 fráköst og átti þar að auki 10 stoðsendingar.