*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hvaða lið fylgir Hetti upp í Dominos deildina?

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Lokaumferðin í 1. deild karla í körfubolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið mæta hvort öðru í baráttunni um sæti í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Höttur er nú þegar búið að tryggja sætið sitt en liðið var efst í deildinni með fjórum stigum meira en Hamar sem endaði í öðru sæti.

Skagamenn mæta Hamar í úrslitakeppninni en í hinni viðureigninni mætast FSU og Valur.

Úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn en hér þarf einungis tvo sigra til að komast í úrslitin og svo einnig í sjálfri úrslitaviðureigninni.