*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Veislan heldur áfram – hvaða lið taka forystu í átta liða úrslitum

Hvar er Græni drekinn? Mynd: Hilmar Þór

Hvar er Græni drekinn? Mynd: Hilmar Þór

Fyrstu umferð átta liða úrslita Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tvem dúndur leikjum. Þar mætast liðin á sittthvorum enda Reykjanesbrautarinnar og suðurlandið gegn norðurlandinu. Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir þessum einvígum og hefjast báðir leikirnir kl 19:15 á Sauðárkróki og í Hafnarfirði.

Tindastóll – Þór

Landsbyggðin mættist innbirgðis, bæði lið eiga mjög sterka heimavelli og verður erfitt að vinna útileiki í þessu einvígi. Þór er jafnvel mjög létt að þurfa ekki að mæta KR en eiga ekki mikið auðveldara verkefni í Sauðkræklingum. Þór hafa átt mjög sveiflukennt tímabil en hafa sýnt að þeir geta unnið öll lið ef þeir hitta á réttu dagana. Uppistaða Tindastólsliðsins eru strákar undir tvítugu og yfir þrítugu svo þetta er klárhrærigrautur reynslu og reynsluleysis. Þór eru með hraða leikmenn og til að þeir geti unnið Tindastól þurfa þeir að ná að keyra upp hraðan í leiknum og reyna að þreyta eldri leikmenn stólanna. Tómas Holton hefur verið góður í vetur og ef hann kemst í gírinn þá eru ekki margir leikmenn Tindastóls sem ráða við hann. Sjöunda undur veraldar, hinn 39 ára Darrel Lewis hefur verið stórbrotinn í vetur og sýnt hversu frábær liðsmaður og leikmaður hann er. Samkvæmt Google maps tekur fjórar klukkustundir og þrjár mínútur að keyra á milli Sauðárkróks og Þorlákshafnar og því mikil ferðalög framundan hjá liðunum.

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Viðtal við Darrel Lewis leikmann Tindastóls

Viðtal við Grétar Erlendsson leikmann Þórs

Leikdagar:
Leikur 1 Föstudagur 20. mars kl. 19.15 Tindastóll-Þór Þ.
Leikur2 Mánudagur 23. mars kl. 19.15 Þór Þ.-Tindastóll
Leikur 3 Föstudagur 27. mars kl. 19.15 Tindastóll-Þór Þ.
Leikur 4 Mánudagur 30. mars kl. 19.15 Þór Þ.-Tindastóll ef þarf
Leikur 5 Fimmtudagur 2. apríl kl. 19.15 Tindastóll-Þór Þ. ef þarf

Mynd: Karfan.is

Mynd: Karfan.is

 

 

 

Haukar – Keflavík

Liðin sem mættust í lokaumferðinni og enduðu í þriðja og sjötta sæti deildarinnar. Keflavík sem eiga nánast óvinnandi vígi í höllinni sem skiptir reglulega um nafn í Keflavík, því gráta þeir sjálfsagt gríðarlega heimaleikjaréttinn. Keflavík þarf að finna skipulag undir körfunni gegn skrímslum eins og Alex Francis því annars eiga þeir ekki séns. Beðið hefur verið eftir því að ungt lið Hauka stigi skrefið frá því að vera efnilegir og verði góðir og er þriðja sætið í deildinni góður árangur í þá átt. Keflavíkur liðið þarf að sýna að þeir séu meira en innantómur hroki og verða að mæta með þennan víðfræða Keflavíkur-hroka sem getur fleytt þeim svo langt. Haukar geta ekki stært sig af mjög sterkum heimavelli en ef Hafnfirðingar fara nú að flykkjast í Schenker-höllina þá er þeim allur vegur fær.  Spurning hvort Keflavík finni loksins geðveikina sem hefur einkennt þá síðustu ár eða hvort þeir verði sendi í sumarfrí af ungu og spræku Hauka liði.

Mynd: Karfan.is

Mynd: Karfan.is

Viðtal við Emil Barja leikmann Hauka

Viðtal við Damon Johnsson leikmann Keflavíkur

Haukar(3) – Keflavík(6)
Leikur 1 Föstudagur 20. mars kl. 19.15 Haukar-Keflavík
Leikur2 Mánudagur 23. mars kl. 19.15 Keflavík-Haukar
Leikur 3 Föstudagur 27. mars kl. 19.15 Haukar-Keflavík
Leikur 4 Mánudagur 30. mars kl. 19.15 Keflavík-Haukar ef þarf
Leikur 5 Fimmtudagur 2. apríl kl. 16.00 Haukar-Keflavík ef þarf

 

 

 

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Hver hreppir bikarinn stóra? Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.