*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ekki vitað hversu lengi Durant verður frá – Kominn í algjöra hvíld

Mynd: Nordic Photos.

Mynd: Nordic Photos.

Einn besti leikmaður NBA deildarinnar, Kevin Durant, er enn frá vegna meiðsla og er ekki vitað hvenær hann kemur til með að snúa aftur á völlinn.

„Honum hefur ekki tekist að jafna sig eins fljótt og við óskuðum okkur,“ sagði Sam Presti, framkvæmdarstjóri Oklahoma City Thunder, er hann tilkynnti að félagið hafði gefið Durant algjöra hvíld þangað til hann jafnar sig.

Durant fór í aðgerð í október á fæti og hefur fundið fyrir óþægindum síðan. Durant hefur spilað 27 leiki á tímabilinu með að meðaltali 25,4 stig, 6,6 fráköst og 4,1 stoðsendingu.