*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Úrslitakeppnin í körfunni hefst í dag – Á Grindavík séns gegn Deildarmeisturunum?

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Það verður nóg um að vera í körfuboltanum í kvöld þegar úrslitakeppnin í Dominos deild karla hefst.

Fyrstu tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld. KR fær Grindavík í heimsókn og á sama tíma heimsækir Stjarnan Njarðvík.

Á morgun mætast svo Tindastóll og Þór Þórlákshöfn á Sauðárkróki og Haukar fá Keflvíkinga í heimsókn.

Leikirnir í kvöld hefjast klukkan 19:15.