*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Úrslitakeppni Dominos deildar karla hefst í kvöld – umfjöllun um fyrstu leikina

Unnendur körfuknattleiks eiga góða daga framundan. Í kvöld (fimmtudaginn 19. mars) verður flautað til leiks í fyrstu leikjum úrslitakeppni Dominos deildar karla. Margar spennandi viðureiginir eru strax í átta liða úrslitum og áhugaverð einvígi í öllum leikjum. Ljóst er að það væri galið missa af þessari körfuboltaveislu og er von á fullum húsum og gargandi stemmningu á öllum leikunum. Gleðilega hátíð.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

KR – Grindavík

Liðin sem mættust í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Þá vann KR 3-1 og vill Grindavík sjálfsagt hefna þeirrar rimmu. Grindavík sem var spáð öðru sæti deildarinnar þurfa að sætta sig við áttunda sætið eftir að hafa byrjað deildina skelfilega. KR tapaði einungis tvem leikjum í deild á öllu tímabilinu og hafa verið frábærir, þeir verða þó að liggja á bæn um að Pavel Ermolinskij verði tilbúin í einvígið því án hans verða þessir leikir mun jafnari. Grindavík verður án Ólafs Ólafssonar í fyrsta leiknum og þá er óljóst hvenar hann kemur aftur en hann er að glíma við lungnabólgu.

Viðtal við Brynjar Þór Björnsson leikmann Kr

Viðtal við Sverrir Sverrisson þjálfara Grindavíkur.

Leikdagar:
Leikur 1 Fimmtudagur 19. mars kl. 19.15 KR-Grindavík
Leikur 2 Sunnudagur 22. mars kl. 19.15 Grindavík-KR
Leikur 3 Fimmtudagur 26. mars kl. 19.15 KR-Grindavík
Leikur 4 Sunnudagur 29. mars kl. 19.15 Grindavík-KR ef þarf
Leikur 5 Fimmtudagur 2. apríl kl. 19.15 KR-Grindavík ef þarf

Njarðvík – Stjarnan

Teitur Örlygsson gegn Stjörnunni, áhugavert! Stjarnan sem hefur heldur betur gefið eftir eftir að hafa hent bikarnum uppí loftið. Menn eru að tala um partý aldarinnar í Garðabænum eftir það, því liðið hefur ekki verið sjálfum sér líkt eftir það. Stjarnan virðist alltaf spila best þegar mest er undir en mikill stígandi hefur verið í Njarðvík á tímabilinu. Stjarnan þarf að vinna einn leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík til að komast áfram en það verður að þykja ansi erfitt verkefni. Njarðvík þarf að fá það besta útúr Loga Gunnarssyni og Stefan Bonneau þarf að leyfa fleirum að skora til að vinna þetta einvígi. Á móti þarf Justin Shouse að stíga upp og Tómas Þórður þarf að klára að glerhreinsa á sér hælinn svo Stjarnan eigi möguleika.

Viðtal við Stefan Bonneau leikmann Njarðvíkur

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Viðtal við Hrafn Kristjánsson þjálfara Stjörunnar

Leikdagar:
Leikur 1 Fimmtudagur 19. mars kl. 19.15 Njarðvík-Stjarnan
Leikur 2 Sunnudagur 22. mars kl. 19.15 Stjarnan-Njarðvík
Leikur 3 Fimmtudagur 26. mars kl. 19.15 Njarðvík-Stjarnan
Leikur 4 Sunnudagur 29. mars kl. 19.15 Stjarnan-Njarðvík ef þarf
Leikur 5 Fimmtudagur 2. apríl kl. 19.15 Njarðvík-Stjarnan ef þarf

 

Á morgun mætast svo Tindastóll og Þór Þórlákshöfn á Sauðárkróki og Haukar fá Keflvíkinga í heimsókn.

Leikirnir í kvöld hefjast klukkan 19:15.

 

 

 

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Hver hreppir bikarinn stóra? Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.