*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Tveir þjálfarar dæmdir í leikbann

Mynd: Snæfell

Mynd: Snæfell

Þjálfararnir Ingi Þór Steinþórsson hjá Snæfelli og Birgir Örn Birgisson hjá KFÍ hafa verið dæmdir í eins leiks bann en þetta var staðfest á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ í gær.

Ingi fær bann fyrir háttsemi sína í leik Snæfells og Hauka í Dominos deild kvenna 15. mars og Birgir fær einnig fyrir háttsemi sína í leik KFÍ og Breiðabliks 6. mars og bannið þeirra hefst í dag.

Snæfell er á toppi Dominos deildar kvenna og mætir á laugardaginn Keflavík sem situr í 2. sæti en Ingi kemur ekki til með að stýra sínum mönnum í þeim leik.