*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Sverrir Þór „Vorum í tómu tjóni fyrir áramót“

Mynd: Hilmar Þór.

Mynd: Hilmar Þór.

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur í Dominos deild karla segir sína menn fullkomlega tilbúna í stóra verkefnið gegn íslandsmeisturum KR í átta liða úrsltitum.

„Við erum náttúrulega að koma þarna uppúr áttunda sætinu og þar af leiðandi mætum við sterkasta liðinu strax. Það er bara stórt próf fyrir okkur.“ sagði Sverrirog bætti við:

„Við höfum alltaf trú á okkur og það er þannig að þegar allt smellur hjá okkur þá getum við unnið öll lið.“

En hvers vegna endar þetta lið í áttunda sæti? „Við vorum bara í tómu tjóni megnið af þessum tíma fyrir áramót.en lítum mikið betur út í dag.“ sagði Sverrir

Grindavík hefur verið mjög óheppið með meiðsli í vetur en aðspurður um hvernig staðan á leikmannahópnum væri svaraði Sverrir: „Allir heilir af meiðslum en Ólafur Ólafsson er með lungnabólgu og það kemur í ljós hversu fljótt hann jafnar sig.“