*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Sverrir Þór: „Fáum á okkur 71 stig sem ætti að duga til sigurs“

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var ekki sáttur við leik sinna manna í kvöld. „Við vorum í basli lengi með að skora, fáum á okkur 71 stig í dag sem maður mynd halda að ætti að duga til að sigra.“ Sagði Sverrir og bætti við:

„Það vantaði örlítið uppá til að við næðum að klára þetta.“

Getur Grindavík unnið næsta leik? „Við þurfum að gera betur en við gerðum hérna í kvöld, þurfum að spila varnarleikinn betur og lesa þegar KRingarnir eru að svindla á okkur.“ sagði Sverrir