*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Pavel Ermolinskij í búning – Ólafur Ólafsson ekki með

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Pavel Ermolinskij bakvörður KR í Dominos deild karla verður með liðinu í kvöld. Hann var komin útá gólf á undan liðsfélögum sínum að hita upp fyrir leikinn gegn Grindavík í átta liða úrslitum deildarinnar. Hann mun því vera til taks fyrir liðið, hið minnsta. Landsliðsmaðurinn knái meiddist í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni þann 21. febrúar og missti af síðustu fjórum leikjum KR í deildinni. Pavel endaði tímabilið með þrefalda tvennu að meðaltali í leik sem verður að þykja framúrskarandi árangur, 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar. Því munar gríðarlega fyrir KR að hafa slíkan mann í liðinu, fyrir utan það er hann mikill leiðtogi inná vellinum.

Lið KR mætir einmitt Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppni KR í kvöld, þar sem fyrirfram má búast við spennandi leik. Þar mætast íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára auk þess sem þau mættust í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn fyrir ári síðan. Gæði liðanna eru óumdeilanleg en slæm byrjun og meiðslaóheppni varð til þess að Grindavík lennti í áttunda sæti.

28april OlafurNú eru meiðsli úr sögunni í bili hjá Grindavík en þá tóku við veikindi og nú er það framherji þeirra Ólafur Ólafsson að ná sér af lungnabólgu sem hefur hrjáð hann síðustu vikuna. Engin áhætta er tekin með veikindin og því er hann ekki með í kvöld. Ólafur er með 14,9 stig og 7,4 fráköst að meðaltali hjá Grindavík og því stórt skarð hoggið hjá Grindavík.