*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Alvarlega veikur drengur fékk eins dags samning við uppáhalds NBA liðið

houstonHinn 16 ára gamli Bryson Jones fékk draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hann skrifaði undir eins dags samning við Houston Rockets í bandarísku NBA deildinni í körfubolta.

Jones glímir við alvarlegan hrörnunarsjúkdóm og fékk þessa ósk uppfylta í gegnum góðgerðarsamtökin A-wish.

Hann fékk að mæta á æfingu liðsins og sat svo á besta stað á leik liðsins um kvöldið auk þess sem hann fékk að eiga keppnisboltann.

Myndband af drengnum í stúkunni má sjá hér að neðan.